Samdráttur í sölu Toyota

Bob Carter, aðstoðarforstjóri Toyota, kynnir hér nýja árgerð Toyota Avensis.
Bob Carter, aðstoðarforstjóri Toyota, kynnir hér nýja árgerð Toyota Avensis. Reuters

Sala á Toyota bílum í Bandaríkjunum dróst saman um 8,7% í nýliðnum febrúar. Þá var áberandi umræða um innköllun fjölda bíla og rannsókn þingnefndar á öryggismálum japanska bílaframleiðandans. 

Bob Carter, aðstoðarforstjóri Toyota, kvaðst vera hissa á hve margir bílar seldust þrátt fyrir allt. Hann sagði að þeir hafi ekki orðið varir við að Toyota eigendur væru að skipta yfir í aðrar bíltegundir.

Bílasalar sögðu að margir Toyota eigendur héldu að sér höndum og biðu með bílakaup þar framleiðandinn sýndi frumkvæði, að sögn Carters. Toyota hefur boðið bílalán án vaxta vegna kaupa á flestum tegundum og að þeir Toyota eigendur sem endurnýji og kaupi bíl af tegundinni fái tveggja ára viðhaldssamning án endurgjalds.

Alls seldi Toyota 100.027 bíla í febrúar. Það var ívið meira en menn höfðu spáð en talið var að bílasalan myndi dragast saman um meira en 10%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert