Settur af sem yfirmaður rannsókna

Frá Stokkhólmi.
Frá Stokkhólmi. Reuters

Karolinska Institutet í Stokkhólmi hefur sett Karl Tryggvason prófessor af sem yfirmann rannsókna við stofnunina. Ákvörðun um það var tekin þegar upp komst að hann hafði reynt að hafa ótilhlýðileg áhrif á úthlutun rannsóknafjár til prófessora við sömu stofnun.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Karolinska Institutet sendi frá sér í dag.

Nokkuð hefur verið fjallað um málið í sænskum fjölmiðlum, m.a. í Sænska sjónvarpinu sem ræddi bæði við Karl og rektor stofnunarinnar.

Frétt Sænska útvarpsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert