Frelsisflokkurinn eykur fylgi sitt

Geert Wilders.
Geert Wilders. Reuters

Hol­lenski Frels­is­flokk­ur­inn, und­ir stjórn Geert Wilders, jók fylgi sitt í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, sem fóru fram í land­inu í gær. Flokk­ur­inn er nú sá stærsti í fylk­inu Al­m­ere aust­ur af Amster­dam og í Haag er flokk­ur­inn nú sá næst­stærsti.

Wilders stofnaði flokk­inn árið 2006 til að „stöðva íslam­svæðingu í Hollandi" eins og hann komst að orði. Flokk­ur­inn bauð í fyrstu aðeins fram í Al­m­ere og Haag í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. 

End­an­leg úr­slit hafa ekki verið birt úr kosn­ing­un­um í gær en sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um fékk Frels­is­flokk­ur­inn 21,6% í Al­m­ere en Verka­manna­flokk­ur­inn fékk 17,6%. 

Þing­kosn­ing­ar verða haldn­ar í júní en rík­is­stjórn lands­ins féll í lok fe­brú­ar vegna ósam­komu­lags um hvort áfram eigi að vera hol­lensk­ir her­menn í Af­gan­ist­an.  Stjórn­ar­flokk­arn­ir, Kristi­leg­ir demó­krat­ar og Verka­manna­flokk­ur­inn, hafa báðir tapað miklu fylgi að und­an­förnu sam­kvæmt skoðana­könn­un­um en Frels­is­flokk­ur­inn hef­ur bætt við sig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka