Grikkir selji eyjar upp í skuld

Frá Corfu.
Frá Corfu. Wikipedia/Stefano Kozanis

Fjárvana Grikkir ættu að selja einhverjar af óbyggðum eyjum sínum til að afla peninga, að mati tveggja þýskra þingmanna sem eru stuðningsmenn Angelu Merkel kanslara Þýskalands.

„Gríska ríkið verður að selja hlut sinn í fyrirtækjum og líka eignir, til dæmis óbyggðar eyjar,“ sagði Frank Schaeffler, þingmaður Frjálsra demókrata sem eru samstarfsflokkur í samsteypustjórn Merkel kanslara, í samtali við dagblaðið Bild.

Marco Wanderwitz, sem tilheyrir flokki kanslarans CDU, sagði að stjórnin í Aþenu ætti að útvega veð eða tryggingar fyrir peningum sem hún kann að fá frá Evrópusambandinu til að komast upp úr skuldavandanum.

„Í þessu sambandi koma ákveðnar grískar eyjar til greina,“ sagði Wanderwitz.

„Við látum ykkur fá reiðufé og þið látið okkur fá Corfu,“ bætti Bild við.

Við strendur Grikklands eru um sex þúsund eyjar og eru aðeins 227 þeirra byggðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert