Kosningar í Írak í skugga hótana

Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæði Íraka fyrir komandi kosningar í Írak sem fram fara 7. mars. Þegar er byrjað að kjósa í Líbanon, Sýrlandi og Jórdaníu.

Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuð þjóðunum búa um 50 þúsund Írakar í Líbanon, en í flestum tilfellum er um að ræða fólk sem flúið hefur heimaland sitt vegna stríðsátakanna í kjölfar innrásar Bandaríkjahers 2003. 

Stjórnvöld í Jórdaníu juku öryggisgæslu í kringum lögreglustöðvar í tengslum við utankjörfundaratkvæðagreiðsluna og hétu því að taka ekki hart á hugsanlegum Írökum sem vildu kjósa sem ekki væru með landvistarleyfi í lagi.

Al-Qaeda liðar í Írak hóta því að drepa þá sem mæta á kjörstað til þess að kjósa. Þeir hafa lýst yfir útgöngubanna meðan kjörstaðir eru opnir. Segja þeir að hver sá sem brjóti það útgöngubann veki reiði Allah og eigi því skilið að deyja.

Viðvörun Al-Qaeda kemur í kjölfar fjölda sjálfsmorðssprenginga sem kostað hafa tugi manna lífið. Þeir hóta því að spilla kosningunum sem best þeir geta.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert