Netfíklar sveltu barn sitt í hel

Foreldrar litlu stúlkunnar voru svo uppteknir í tölvuleikjum að þau …
Foreldrar litlu stúlkunnar voru svo uppteknir í tölvuleikjum að þau gleymdu henni Reuters

Hjón í Suður-Kór­eu voru hand­tek­in í gær en þau eru grunuð um að hafa svelt dótt­ur sína til bana á meðan þau léku sér í tölvu­leikj­um. Lík stúlk­unn­ar fannst þann 24. sept­em­ber í fyrra og leiddi krufn­ing í ljós að dánar­or­sök­in var langvar­andi vannær­ing. Stúlk­an var ein­ung­is þriggja mánaða göm­ul er hún lést. Hjón­in hafa verið á flótta und­an rétt­vís­inni frá and­láti barns­ins.

Maður­inn, sem er 41 árs, og kon­an, 25 ára, kynnt­ust á net­inu árið 2008. Á sama tíma og dótt­ir þeirra svalt til bana voru þau að ala upp stúlku í sýnd­ar­veru­leika nets­ins. Sam­kvæmt frétt Yon­hap frétta­stof­unn­ar voru þau svo upp­tek­in við tölvu­leiki á net­kaffi­húsi að þau gáfu stúlk­unni ein­ung­is eina máltíð á dag. Yf­ir­leitt eyddu þau tólf klukku­stund­um á dag á net­kaffi­hús­inu. Hét stúlk­an þeirra á net­inu Ani­ma og var hluti af hlut­verkjaleikn­um Prius On­line sem er vin­sæll meðal þeirra sem spila tölvu­leiki á net­inu.

Und­an­farið hafa birst frétt­ir af net­fíkl­um í Suður-Kór­eu. Til að mynda lést 32 ára karl­maður þar í landi í síðasta mánuði eft­ir að hafa spilað tölvu­leik í fimm sól­ar­hringa nán­ast sleitu­laust.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert