Brown háll sem áll

Yfirheyrslunni yfir Brown var sjónvarpað í Bretlandi.
Yfirheyrslunni yfir Brown var sjónvarpað í Bretlandi. Reuters

Bresk blöð eru sa­mm­ála um, að Gord­on Brown, fors­æt­is­ráðherra Br­et­lands, hafi rey­nst háll sem áll þegar hann sva­raði sp­urningum ranns­óknarnefndar í gær um aðdraganda Íraksst­ríðsins. Brown hefði ruglað nefndar­m­enn í rí­m­inu með talna- og upplýs­ing­aflóði og sloppið óskaddaður frá yf­i­r­h­ey­rslunni.

„Brosið sagði alla sög­una: aðgerðin heppnaðist," sagði leiðara­höf­undur Gu­ard­i­an um Brown í dag. 

Blaðið sagði, að Brown hefði sva­rað öllum sp­urningum ranns­óknarnefndarinnar, sem John Chilcot stýr­ir, nema þei­rri stærstu: Hvers vegna lýsti hann ekki andstöðu við stríðið?

Dálka­höf­undar Gu­ard­i­an fjölluðu einnig um yf­i­r­h­ey­rsluna. Si­m­on Hoggart sagði, að Gord­on Brown hefði látið orðum og tölum rigna yfir nefnd­ina.   „Það varð að biðja hann að hægja á sér því hann talaði of hratt fy­r­ir hraðritar­ann, sem hlýt­ur að hafa misst meðvitund," sagði Hoggart. Hann bætti við, að svo vi­rt­ist sem Brown hefði verið að leika nýj­an óhu­gnanleg­an leik með því að tala eins lengi og mög­u­legt var og nota öll hu­gsanleg undan­brögð og end­u­rtekning­ar.

Blaðið Daily Telegr­a­ph sagði í leiðara, að framburður Browns hefði ekki verið til þess fallinn að leiða fram staðrey­nd­ir og læra af þeim held­ur að hreinsa fors­æt­is­ráðherrann af allri sök. „Við þekk­jum vel spegla og rey­k­brelluaðferðina. Honum líður ald­r­ei bet­ur en þegar hann get­ur þulið upp tölur eða vísað til skj­ala sem birt voru fy­r­ir sex árum. Honum tókst að ska­pa þá tilf­inningu, að hann hefði stutt innrás­ina í Íran en hefði samt ekki teng­st henni á neinn hátt."

Kev­in Magu­i­re, dálka­höf­undur Daily Mi­rr­or, sagði að Brown hefði staðið sig meistar­alega og tekist að kom­ast yfir erfiðustu hind­r­unina í aðdraganda þing­k­osning­anna, sem verða í vor.  

Blaðið Financial Tim­es sagði, að þegar va­nd­a­mál sky­tu upp kollinum væri Brown „ald­r­ei þar" og honum hefði tekist að try­ggja að fing­raf­ör hans væru ekki á þei­rri ákvörðun að fara í stríðið. Hins vegar benti ranns­óknin til þess að Brown hefði tekið fu­llan þátt í þei­rri ákvörðun og því vöknuðu sp­urning­ar um pers­ónu hans. „Það vekur áhy­gg­jur að hann skuli ald­r­ei viðurkenna mist­ök og einnig að hann skuli víkja sér undan áby­rgð."

Blaðið The In­d­epend­ent sagði, að Brown hefði í raun va­r­pað sökinni á aðra og hefði sloppið að mestu ley­ti óskaddaður og jafnvel grætt á öllu saman. Yf­i­r­h­ey­rslan yfir Brown my­ndi vænt­anlega ekki hafa nein áhrif á kosning­arnar og betri niðurstöðu hefðu Brown va­rla getað vænst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert