Ekki á að umbera kynferðislega misnotkun

Reuters

Menntamálaráðherra Þýskalands, Annette Schavan, segist þeirrar skoðunar að ekki eigi undir neinum kringumstæðum að umbera kynferðislega misnotkun á börnum. Yfirlýsing hennar, sem birtist í Bild am Sonntag, kemur í kjölfar uppljóstrana um kynferðislega misnotkun sem viðgekkst innan kaþólsku kirkjunnar í Þýskalandi.

„Ofbeldi og misnotkun á grunnskólabörnum er versta trúnaðarbrotið sem hægt er að ímynda sér. Slíkt gerir mig öskuvonda. Hvenær sem grunur um misnotkun eða ofbeldi vaknar í skólum landsins má ekkert umburðarlyndi ríkja heldur þarf að fá skýra mynd af hlutunum. Það má aldrei reyna að hylma yfir neinu slíku,“ lét Annette Schavan hafa eftir sér.

Schavan hyggst funda með hátt settu fólki innan menntakerfisins á næstu dögum og ræða hvaða leiðir eru fyrir hendi til þess að hjálpa þeim brotaþolum misnotkunar sem þegar hafa stigið fram og rætt vandann auk þess sem finna þurfa leiðir til þess að koma í veg fyrir að ofbeldið geti endurtekið sig.

Vandinn braust fram á yfirborðið í janúar sl. þegar stjórnendur úrvals Jesúítaskóla í Berlín viðurkenndu að tveir kaþólskir prestar skólans hefði á áttunda og níunda áratug síðustu aldar skipulega misnotað nemendur skólans kynferðislega. Í síðasta mánuði sögðu tveir prestar og rektor af sér út af ásökunum.

Sjálfstætt starfandi rannsakandi sem Jesúítar réði til starfa hafa upplýst að nú þegar sé vitað um 120 fyrrverandi nemendur sem stigið hafa fram og tjáð sig um það ofbeldi sem þeir urðu fyrir.

Fleiri hneykslismál af sama grunni hafa komið fram á síðustu vikum og tengjast skólum víðs vegar um Þýskaland. Seinasta uppákoman tengist þúsund ára gömlum drengjakór sem bróðir Benedikts sextándi páfi hefur stjórnarð sl. þrjá áratugi.

Einnig hefur borist skýrsla um klausturskóla í Ettal, nærri svissnesku landamærunum, þar sem fram kemur að nemendur hafi þurft að þola umfangsmikla kynferðislega-, líkamlega- og andlega misnotkun áratugum saman af hendi munka.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert