Leiðtogar Evrópu vilja aðstoða Grikki

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti ræddi í dag við George Papandreou forsætisráðherra …
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti ræddi í dag við George Papandreou forsætisráðherra Grikklands í París. Reuters

Leiðtog­ar Evr­ópu eru boðnir og bún­ir að aðstoða Grikki við að kom­ast út úr efna­hagskrepp­unni ger­ist þess þörf. Þetta lét Nicolas Sar­kozy Frakk­lands­for­seti hafa eft­ir sér á blaðamanna­fundi í fram­haldi af fundi hans með Geor­ge Pap­andreou, for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands í dag.

„Ég vil tala skýrt. Ger­ist þess þörf munu stjórn­völd á evru­svæðinu standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar, á því leik­ur eng­inn vafi,“ sagði Sar­kozy á sam­eig­in­leg­um blaðamanna­fundi þeirra Pap­andreou í Par­ís í dag og bætti við: „Ef Grikk­ir þurfa á okk­ur að halda þá verðum við til staðar.“

Að sögn Frakk­lands­for­seta eru stjórn­völd í evru­lönd­un­um sex­tán að vinna að til­tekn­um viðbragðsáætl­un­um sem ætlað er að bregðast við krepp­unni í Grikklandi en forðaðist að fara út í smá­atriði.

Sar­kozy lagði engu að síður á það áherslu að Grikk­land þyrfti á nú­ver­andi tíma­punkti ekki á fjár­hagsaðstoð að halda og gaf með þeim orðum sín­um í skyn að fjár­hags­leg­ur björg­un­ar­pakki væri ekki í spil­un­um.

„Grísk stjórn­völd hafa gert þær ráðstaf­an­ir sem við ætluðumst til. Nú þurfa leiðtog­ar inn­an evru­svæðis­ins að vera reiðubún­ir til þess að axla sína ábyrgð í fram­hald­inu.“

Pap­andreou hef­ur verið um ferð í Evr­ópu og fundaði til að mynda með Ang­elu Merkel Þýska­landskansl­ara í Berlín í gær. Fund­ur hans með Sar­kozy á sér stað aðeins tveim­ur dög­um eft­ir að gríska þingið samþykkti aðgerðarpl­an sem ætlað er að af­stýra mögu­legu gjaldþroti Grikk­lands.

Ang­ela Merkel og aðrir leiðtog­ar inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins hafa fram til þessa neitað að bjóða Grikklandi fjár­hagsaðstoð, en landið þarf nauðsyn­lega á 20 millj­örðum evra að halda fyr­ir maílok til þess að geta end­ur­fjármagnað skuld­ir lands­ins.

Í heild þarf Grikk­land að fá rúm­lega 50 millj­arða evra að láni á þessu ári. Stjórna­mála­spek­ing­ar telja sig sjá merki þess að Sar­kozy sé ekki eins treg­ur og Merkel til þess að bjóða Grikkj­um fjár­hagsaðstoð og hann lét fyr­ir fund sinn með gríska for­sæt­is­ráðherr­an­um hafa eft­ir sér að sam­starfs­fé­lag­ar Grikkja inn­an evru­svæðis­ins hefðu ekki val um annað en að styðja við bakið á stjórn­völd­um í Aþenu.

For­sæt­is­ráðherr­ann gríski lét hafa eft­ir sér að til væru lausn­ir á þeim vanda sem Grikk­ir stæðu frammi fyr­ir þyrfti landið að fá fé lánað. „Við vilj­um geta fengið fé að láni, líkt og önn­ur lönd inn­an evru­svæðis­ins, á svipuðum vöxt­um, kannski ekki al­veg eins en alla vega sam­bæri­leg­um,“ sagði Pap­andreou.

Hann benti á að Grikk­ir vildu finna lausn á vand­an­um inn­an Evr­ópu og tók fram að grísk stjórn­völd hefði eng­in áform um að leita sér aðstoðar hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum (AGS). 

Þegar radd­ir heyrðust frá Grikklandi þess efn­is að landið gæti leitað til AGS vakti það mjög svo blend­in viðbrögð frá leiðtog­um inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins sem töldu að slíkt myndi fela í sér mikla niður­læg­ingu fyr­ir Evr­ópu.

Þegar heim­sókn Pap­andreou í Par­ís lyk­ur flýg­ur hann til Washingt­on í Banda­ríkj­un­um þar sem hann mun nk. þriðju­dag eiga fund með Barack Obama Banda­ríkja­for­seta.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert