Þjóðaratkvæði um réttindi dýra fyrir dómi

Sviss­lend­ing­ar ganga að kjör­borðinu í dag þegar fram fer þjóðar­at­kvæðagreiðsla um auk­in rétt­indi til handa dýr­um. Til­lag­an sem greitt verður at­kvæði um geng­ur út á að lög­fræðing­ar geti talað máli dýra fyr­ir rétti. Fjallað er um málið á vef breska rík­is­út­varps­ins.

Tals­menn dýra­vernd­ar­hópa segja að með því að skipa sér­stak­an rétt­ar­gæslu­mann dýra verði hægt að tryggja að farið sé að dýra­vernd­ar­lög­um auk þess að koma í veg fyr­ir illa meðferð á dýr­um. And­stæðing­ar til­lög­unn­ar eru þeirr­ar skoðunar að ekki sé þörf á fleiri lög­um sem tryggi dýra­vernd í Sviss.  Stjórn­völd í Sviss hafa hvatt kjós­end­ur til þess að hafna til­lög­unni.

Ströng dýra­vernd­ar­lög eru þegar í gildi í Sviss. Síðan 1992 hef­ur í Zurich verið skylda að veita dýr­um rétt­ar­gæslu­mann þegar ásak­an­ir um illa meðferð á dýr­um hafa verið til um­fjöll­un­ar. Einn þeirra sem tekið hef­ur að sér að gæta laga­legra hags­muna dýra er Antoine Goetschel, en hann hef­ur farið með mál fyr­ir dóm fyr­ir hönd hunda, katta, kúa, kinda og fiska.

Að hans mati er grund­vall­ar­atriði að þeir sem geti ekki tjáð sig sjálf­ir fái sér mál­svara.
„Dýr eru, í mín­um huga, viðkvæm­ustu ver­urn­ar í sam­fé­lagi okk­ar og það verður að gæta rétt­ar þeirra. Þannig snýst þessi bar­átta um að gæta hags­muna þeirra sem minnst mega sín. Laga­breyt­ing­in snýst um að sýna bæði dýr­um og mann­fólki aukna virðingu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert