Þriggja mánaða gömlum dreng var rænt úr barnavagni í borginni Varkaus í Finnlandi í morgun. Vagninn var í garði kunningja móður barnsins. Fjöldi lögreglumanna tekur þátt í leit að litla drengnum.
Fréttavefur Hufvudstadsbladet segir að barninu hafi verið rænt rétt fyrir klukkan 11 í morgun að finnskum tíma eða rétt fyrir kl. 9 að íslenskum tíma. Barnið var í vagni sínum fyrir utan einbýlishús í Kuoppakangas-hverfi en þar búa kunningjar móður drengsins.
Fjöldi lögreglumanna tekur þátt í leitinni og beinist hún einkum að borginni Varkaus. Engin vísbending er um hvers vegna barninu var rænt. Foreldrarnir drengsins kunna ekki neina skýringu á því hvers vegna honum var rænt.
Hverfið þar sem drengnum var rænt þykir mjög rólegt og öruggt. Ekki er gegnumkeyrsla heldur liggur sérstakur vegur að hverfinu sem endar þar. Í næsta nágrenni er gönguleið í skógi.