Concepcion færðist til um þrjá metra

Jarðskjálftinn sem reið yfir Chile var sá fimmti stærsti sem …
Jarðskjálftinn sem reið yfir Chile var sá fimmti stærsti sem mælst hefur. Reuters

Vísindamenn hafa komist að því að borgin Concepcion í Chile færðist yfir þrjá metra til vesturs í jarðskjálftanum stóra sem reið yfir 27. febrúar sl. Höfuðborgin Santiago færðist einnig til vesturs, en aðeins um 27,7 sentímetra.

Jarðskjálftinn mældist 8,8 stig og var fimmti stærsti frá því mælingar hófust. Hundruð eftirskjálfta hafa mælst og allmargir í kringum sex stig.

Bráðabirgðaniðurstöður vísindamanna frá Chile og Bandaríkjunum benda til þess að ekki aðeins hafi borgirnar tvær í Chile - sem eru jafnframt þær stærstu í landinu hafi færst því höfuðborg Argentínu, Buenos Aires virðist hafa færst til um fjóra sentímetra, einnig í vestur. Og mælanlegar breytingar vegna skjálftans ná allt að Falklandseyjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert