Hyggst afþakka matvælaaðstoð

René Preval forseti Haítí.
René Preval forseti Haítí. Reuters

René Preval forseti Haítí hyggst á fundi sínum með Barack Obama Bandaríkjaforseta óska eftir því að hætt verði að senda matvælaaðstoð til landsins í kjölfar jarðskjálftanna þar í landi. Preval mun óttast að matvælaaðstoðin komi til með að skaða efnahag landsins. Frá þessu er greint á vef danska dagblaðsins Politiken.

Forsetarnir tveir munu funda á miðvikudaginn kemur í Hvíta húsinu í kjölfar jarðskjálftanna 12. janúar sl. sem kostaði, að sögn stjórnvalda á Haítí, alls 230 þúsund manns lífið.

Neyðaraðstoð í formi matar og hreins vatns hefur verið lífsnauðsynleg fyrir þær 1,2 milljónir manna sem misstu heimili sín í náttúruhamförunum. Á blaðamannafundi sem Preval hélt áður en hann hélt frá Haítí, lét hann á sér skiljast að neyðaraðstoð myndi til langframa hafa eyðileggjandi áhrif á efnahag Haítí.

„Ef haldið verður áfram að senda neyðaraðstoð erlendis frá mun það hafa neikvæð áhrif á eigin framleiðslu Haítí og viðskiptalífið hér,“ sagði Preval.

Forsetinn biður þess í stað um aðstoð til þess að endurbyggja landið og skapa fleiri störf, en stór hluti landsmanna var atvinnulaus þegar jarðskjálftarnir riðu yfir landið.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert