Reyndi sjálfsvíg fyrir aftöku

Lawrence Reynolds
Lawrence Reynolds

Bandaríski fanginn Lawrence Reynolds sem taka átti af lífi á morgun fannst meðvitundarlaus á gólfi klefa síns í dag. Talið er að hann hafi reynt að svipta sig lífi með inntöku of stórs skammts af lyfjum. Að sögn fangelsisyfirvalda hefur aftökunni verið frestað á meðan Reynolds nær heilsu á ný.

Reynolds var dæmdur til dauða árið 1994 fyrir morð. Hann er 43 ára. Franska fréttastofan AFP hefur eftir talsmanni fangelsisyfirvalda í Ohio, þar sem Reynolds er fangelsaður, að ástands Reynolds sé stöðugt og hann með meðvitund. Hann vildi ekki gefa upp hvaða lyf Reynolds tók eða hvernig hann komst yfir þau.

Aftökunni hefur verið frestað til 16. mars nk. en að sögn talsmannsins ætti sá tími að duga til að útskrifa Reynolds af sjúkrahúsi.

Þetta er í annað skiptið sem aftöku yfir Reynolds er frestað. Í október stóð til að lífláta hann með banvænni sprautu, en hætt var við vegna innleiðingar nýrra vinnubragða við aftökur sökum misheppnaðar aftöku í september á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert