Fórnarlömb fjöldamorða jarðsett

Nígerískir hermenn vakta þorp í nágrenni borgarinnar Jos í dag en þeir voru sendir þangað í gær eftir að um fimm hundruð kristnir íbúar þorpanna voru teknir af lífi í skelfilegu blóðbaði.Útför fórnarlambanna fór fram í morgun.

Fjölmargir þorpsbúar eru á flótta enda blóðbaðið í fyrrinótt ekki það fyrsta á þessu svæði. Flestir hinna látnu nú eru börn og konur sem voru myrt með sveðjum eða brennt lifandi á heimilum sínum. Þúsundir hafa týnt lífi á þessu svæði undanfarin ár en flest þorp norðan megin við Job eru byggð múslímum og í suðri eru flestir íbúanna kristnir.

Segja íbúar að þeir þorpsbúar sem eru múslímar hafi fengið viðvörun tveimur sólarhringum fyrr þar sem þeir voru beðnir um að yfirgefa svæðið. Skilaboðin voru sem með textaskeyti í síma.

Öryggissveitir lögreglu hafa handtekið 95 grunaða um ofbeldið og hefur starfandi forseti landsins, Goodluck Jonathan, rekið yfirmann öryggismála úr starfi en þorpsbúar kvarta yfir því að of seint hafi verið gripið inn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert