Fórnarlömb fjöldamorða jarðsett

00:00
00:00

Níg­er­ísk­ir her­menn vakta þorp í ná­grenni borg­ar­inn­ar Jos í dag en þeir voru send­ir þangað í gær eft­ir að um fimm hundruð kristn­ir íbú­ar þorp­anna voru tekn­ir af lífi í skelfi­legu blóðbaði.Útför fórn­ar­lambanna fór fram í morg­un.

Fjöl­marg­ir þorps­bú­ar eru á flótta enda blóðbaðið í fyrrinótt ekki það fyrsta á þessu svæði. Flest­ir hinna látnu nú eru börn og kon­ur sem voru myrt með sveðjum eða brennt lif­andi á heim­il­um sín­um. Þúsund­ir hafa týnt lífi á þessu svæði und­an­far­in ár en flest þorp norðan meg­in við Job eru byggð mús­lím­um og í suðri eru flest­ir íbú­anna kristn­ir.

Örygg­is­sveit­ir lög­reglu hafa hand­tekið 95 grunaða um of­beldið og hef­ur starf­andi for­seti lands­ins, Goodluck Jon­ath­an, rekið yf­ir­mann ör­ygg­is­mála úr starfi en þorps­bú­ar kvarta yfir því að of seint hafi verið gripið inn.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka