Palestínumenn segja að áætlanir Ísraela um að byggja 1.600 ný heimili í austurhluta Jerúsalem leggi stein götu þeirra sáttaviðræðna sem Bandaríkjamenn hafa nú milligöngu um. „Þetta er hættuleg ákvörðun sem mun hindra viðræðurnar," hefur AFP eftir talsmanni palestínskra yfirvalda, Nabil Abu Rudeina.
„Við teljum þá ákvörðun að byggja í landnemabyggðum Austur-Jerúsalem vera úrskurð þeirra um að tilraunir Bandaríkjamanna hafi misheppnast og það áður en óbeinar viðræður eru yfir höfuð byrjaðar," bætti hann við.
Ísraelar tilkynntu þessar fyrirætlanir sínar samhliða heimsókn Joe Biden varaforseta Bandaríkjanna, en markmið hans var að hvetja báðar hliðar til að hefja aftur beinar samningaviðræður.