Norsk stjórnvöld íhuga nú að banna sölu vindlinga í kartonum og að setja 20 ára aldurstakmark við kaup á tóbaki. Reykingar jukust á meðal norskra ungmenna í fyrra og reykja nú 32 Norðmanna yngri en 24 ára. Þar að auki notar 21% karla á þessum aldri fínkornað tóbak.
Norsk stjórnvöld vilja bregðast við þessari þróun, enda reykingar mjög heilsuspillandi. Bann við sölu á lengjum af vindlingapökkum, svonefndum kartonum, á að vega þungt í að draga úr reykingum. Einnig að banna að selja fólki yngra en 20 ára tóbak. Þá er búið að banna sölu á lakkríspípumog súkkulaðisígarettum, líkt og að stilla tóbaki upp þannig að það sjáist í verslunum.