Fleiri birnir koma í heimsókn

Ísbirnir eru orðnir algengari sjón við grænlenska bæi en áður …
Ísbirnir eru orðnir algengari sjón við grænlenska bæi en áður var. Reuters

Ísbirnir eru orðnir algengari sjón við mannabyggðir á Grænlandi en áður var. Í gær var felldur ísbjörn í bænum Paamiut þar sem hann var á rölti í blokkahverfi. Náttúrufræðistofnun Grænlands telur að ísbjörnum hafi fjölgað eða að breytingar á hafísnum valdi breyttri útbreiðslu bjarndýranna.

Grænlenska útvarpið fjallar um tíðari ísbjarnaheimsóknir til mannabyggða á heimasíðu sinni. Þar segir að ísbirnir hafi síðast verið taldir í Baffinflóa í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Þá voru birnirnir um 1.600 á svæðinu. Ráðgert er að telja stofninn aftur á næsta ári.

Grænlenska náttúrufræðistofnunin er nú að merkja ísbirni í Vestur-Grænlandi með gervihnattasendum. Nokkrir voru merktir í fyrra og fleiri verða merktir í þessum mánuði svo hægt sé að fylgjast með atferli bjarnanna.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka