„Nægilega óþolinmóður og viljasterkur“

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, flutti ræðu í húsnæði Thomson Reuters …
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, flutti ræðu í húsnæði Thomson Reuters í London í dag. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að „nægilega óþolinmóður og viljasterkur“ persónuleiki hans hafi hjálpað við að forða Bretlandi frá meiri efnahagsógöngum en landið er í. Hann sagði að aðgerðir hans hafi stýrt landinu í gegnum mikinn efnahagssamdrátt og forðað því frá að lenda í djúpri kreppu.

Brown gaf í skyn í ræðu sinni, sem hann flutti hjá Thompson Reuters, að David Cameron sé of léttvægur til að geta verið forsætisráðherra. Hann gaf í skyn að sjálfur tali hann hreint út og sé nógu harðskeyttur til að takast á við efnhagslega ringulreið, að því er fram kemur á fréttavef Daily Mail. 

Þá greindi Brown frá því að fjárlagafrumvarpið verði lagt fram 24. mars. Það þykir styrkja líkurnar á að þingkosningar verði í Bretlandi 6. maí. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert