Sebastian Pinera, hægri sinnaður viðskiptajöfur, var settur inn í embætti forseta Chile í dag. Þrír sterkir jarðskjálftar skóku landið meðan innsetningarathöfnin fór fram í borginni Valpariso. Borgin er um 120 km vestur af höfuðborginni Santiago.
Nokkur skelfing greip um sig á meðal áhorfenda að athöfninni en sterkasti jarðskjálftinn var 7,2 stig.
„Ég sver“ sagði Pinera og sór embættiseiðinn og tók við stjórnartaumum af Michelle Bachelet, fráfarandi forseta sem er vinstri sinnuð.