Jörðin bifaðist undir nýjum forseta

Sebastian Pinera, hægri sinnaður viðskiptajöfur, var settur inn í embætti forseta Chile í dag. Þrír sterkir jarðskjálftar skóku landið meðan innsetningarathöfnin fór fram í borginni Valpariso. Borgin er um 120 km vestur af höfuðborginni Santiago.

Nokkur skelfing greip um sig á meðal áhorfenda að athöfninni en sterkasti jarðskjálftinn var 7,2 stig.

„Ég sver“ sagði Pinera og sór embættiseiðinn og tók við stjórnartaumum af Michelle Bachelet, fráfarandi forseta sem er vinstri sinnuð.

Sebastian Pinera (t.v.), sem tók við forsetaembætti Chile í dag, …
Sebastian Pinera (t.v.), sem tók við forsetaembætti Chile í dag, og Evo Morales, forseti Bólivíu, skiptast landsliðstreyjum. Vináttulandsleikur í knattspyrnu var haldinn í gær í tilefni af forsetainnsetningunni í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert