Halda í einlífi klerka

reuters

Talsmenn Páfagarðs ítrekuðu í gær mikilvægi þess að prestar lifðu skírlífi en í fyrradag sagði austurrískur biskup, Christoph Schönborn, að gera yrði „vægðarlausa rannsókn“ á málum klerka sem hafa misþyrmt börnum kynferðislega. Kirkjan yrði einnig að fara vel yfir rökin fyrir einlífi.

Schönborn sendi síðar frá sér yfirlýsingu um að hann væri ekki að setja spurningarmerki við stefnu Páfagarðs í málinu.

Einlífi klerka kaþólsku kirkjunnar var gert að reglu á 11. öld en þekktir guðfræðingar, þ. á m. Svisslendingurinn Hans Küng, hafa gagnrýnt hana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert