Páfi vissi af kynferðisbrotum prests

Þýska biskupsdæmið í München og Freising staðfesti í dag frétt þýska blaðsins Süddeutsche Zeitung, að Benedikt páfi XVI hefði árið 1980, þegar hann var erkibiskup í München, tekið þátt í að ákveða að prestur, sem sakaður var um barnaníð, fengi að dvelja á prestsetri í sókninni svo hann gæti gengist undir meðferð.

Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Þýskalandi baðst í dag afsökunar á kynferðisbrotum þýskra presta gegn börnum. 

Páfi varði á guðfræðiráðstefnu í dag skírlífi presta og sagði að það væri til marks um að prestarnir helguðu líf sitt kaþólsku kirkjunni. Erkibiskupinn í Vínarborg hefur látið í ljós þá skoðun, að kirkjan eigi að enduskoða afstöðuna til skírlífis og menntunar presta.   

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert