,,Stór útgáfa af Íslandi"

Nick Clegg, formaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi.
Nick Clegg, formaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi. Reuters

Flokkur Frjálslyndra demókrata heldur nú þing sitt í Bretlandi og hvatti formaðurinn, Nick Clegg, í dag félaga sína til að taka þátt í ,,mesta slag lífs síns". Átti hann við þingkosningarnar sem reiknað er með að verði í maí.

 Búist er við að flokknum gangi vel í kosningunum en athyglin hefur beinst meira að honum en oftast áður. Ástæðan er að kannanir benda til þess að svo geti farið að hvorugur stóru flokkanna, Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins, hreppi hreinan meirihluta á þingi. Gætu þá Frjálslyndir ráðið því hvor fengi stjórnarforystuna.

Clegg gagnrýndi hart bankana og sagði ráðamenn þeirra hafa látið eiginhagsmuni ráða ferðinni, skattleggja yrði hagnað þeirra. En ástand efnahagsmála væri alvarlegt.  ,,Skuldir bankanna samsvara nú fjórum og hálfri landsframleiðslu. Við erum eins og stór útgáfa af Íslandi. Við erum alls ekki í öruggri höfn."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert