Jarðskjálfta, sem mældist 6.6 stig á richter, varð vart í norðurhluta Japan í dag. Ekki þótti þörf á að senda út viðvörun um flóðbylgju að sögn japanskra yfirvalda og ekki er vitað til þess að mannfall hafi orðið.
Jarðskjálftinn varð um 250 km norður af höfuðborginni Tókýó og átti sér stað um fimm leytið í eftirmiðdaginn. „Ölduhæð kann að hafa breyst lítillega, en það er enginn ástæða til að hafa áhyggjur að það valdi skaða“ sagði í tilkynningu frá yfirvöldum.
Engar fréttir hafa borist af mannfalli eða skemmdum.
Jarðskjálftans varð m.a. vart í skýjakljúfum Tókýó, stuttu eftir að viðvörun um mögulegan jarðskjálfta hafði verið send út.
Að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar varð skjálftinn á 26,4 km dýpi, en japanska jarðfræðistofnunin segir skjálftann hafa orðið á 40 km dýpi.
Lestaferðir lögðust af í héraðinu strax eftir jarðskjálftann, en ferðir hófust á ný skömmu síðar.