Brown skammaði utanríkismálastjóra ESB

Catherine Ashton, barónessa og utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, þykir ekki standa sig …
Catherine Ashton, barónessa og utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, þykir ekki standa sig nógu vel í starfi - að minnsta kosti ekki að mati Gordons Brown forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, lét Caroline Ashton barónessu, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, hafa það óþvegið vegna slælegrar frammistöðu hennar í Brussel. Forsætisráðherrann mun hafa sagt ítrekað að hún væri að „bregðast Bretlandi“ að því er heimildir Daily Mail herma.

Tónninn í skammarræðu Browns forsætisráðherra var þvílíkur að Ashton barónessu var sýnilega brugðið. Þessi framkoma forsætisráðherrans þykir síst líkleg til að slá á ásakanir um yfirgangssemi hans. Ásakanirnar þykja einnig fletta hulunni af útbreiddum áhyggjum af hæfni barónessunnar til að vera í forystusveit ESB.

Barónessan þiggur rúmar 62 milljónir á ári í laun fyrir starf utanríkismálastjóra ESB. Það er hærra kaup en Barack Obama fær sem forseti Bandaríkjanna og í samanburði eru þeir Brown forsætisráðherra Bretlands og Sarkozy forseti Frakklands með lúsarlaun.

Gordon Brown ákvað að Ashton barónessa fengi embætti utanríkismálastjóra ESB í fyrra. Mandelson viðskiptaráðherra Bretlands hafði augastað á embættinu og var ekki ánægður með tilnefningu hennar.

Ashton barónessa var gagnrýnd fyrir að vera „meðalmanneskja“ og lítt áberandi. Þá kvörtuðu starfsmenn í Brussel yfir því að hún svaraði ekki síma eftir kl. 8 á kvöldin og ynni aldrei um helgar, en því hefur barónessan neitað.

Gordon Brown er sagður hafa látið Ashton barónessu fá það …
Gordon Brown er sagður hafa látið Ashton barónessu fá það óþvegið. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka