Lofa að aðstoða Grikki

Hér má sjá mótmæli í Grikklandi 11. mars vegna efnahagsástandsins.
Hér má sjá mótmæli í Grikklandi 11. mars vegna efnahagsástandsins. YIORGOS KARAHALIS

Skuldir Grikklands nema tæpum 113% af landsframleiðslu. Fjármál þeirra komu til kasta fjármálaráðherra sextán evruríkja í gær. Þeir hafa samþykkt ráðstafanir til aðstoðar Grikkjum í fjármálavanda þeirra og gáfu upp nokkur atriði eftir fund sinn í Brussel en slógu þó tryggingar fyrir lánum út af borðinu.

Tekjuhallinn er nærri þrettán prósent í Grikklandi, fjórfalt meiri en reglur evruríkjanna segir til um.Verðbólgan mælist 2,8%. Skuldir ríkisins nema þrjú hundruð billjónum evra. Atvinnuleysið er tíu prósent.

Til samanburðar má geta að skuldirnar eru tæp 115% af landsframleiðslu á Ítalíu, 73% í Þýskalandi og nærri 69% í Bretlandi. Íslenska fjármálaráðuneytið gaf frá sér í gær að skuldir íslenska ríkisins hafi í árslok 2009 numið 78% af landsframleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert