Lofa að aðstoða Grikki

Hér má sjá mótmæli í Grikklandi 11. mars vegna efnahagsástandsins.
Hér má sjá mótmæli í Grikklandi 11. mars vegna efnahagsástandsins. YIORGOS KARAHALIS

Skuld­ir Grikk­lands nema tæp­um 113% af lands­fram­leiðslu. Fjár­mál þeirra komu til kasta fjár­málaráðherra sex­tán evru­ríkja í gær. Þeir hafa samþykkt ráðstaf­an­ir til aðstoðar Grikkj­um í fjár­mála­vanda þeirra og gáfu upp nokk­ur atriði eft­ir fund sinn í Brus­sel en slógu þó trygg­ing­ar fyr­ir lán­um út af borðinu.

Tekju­hall­inn er nærri þrett­án pró­sent í Grikklandi, fjór­falt meiri en regl­ur evru­ríkj­anna seg­ir til um.Verðbólg­an mæl­ist 2,8%. Skuld­ir rík­is­ins nema þrjú hundruð bill­jón­um evra. At­vinnu­leysið er tíu pró­sent.

Til sam­an­b­urðar má geta að skuld­irn­ar eru tæp 115% af lands­fram­leiðslu á Ítal­íu, 73% í Þýskalandi og nærri 69% í Bretlandi. Íslenska fjár­málaráðuneytið gaf frá sér í gær að skuld­ir ís­lenska rík­is­ins hafi í árs­lok 2009 numið 78% af lands­fram­leiðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert