Enginn vandi í samskiptum Bandaríkjanna og Ísraels

Barack Obama segir Ísraela og Palestínumenn verða að axla ábyrgð.
Barack Obama segir Ísraela og Palestínumenn verða að axla ábyrgð. Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti hafnar því alfarið að verulegur vandi sé kominn upp í samskiptum Bandaríkjanna og Ísraels, þrátt fyrir verstu deilu þjóðanna í áratugi.

Svaraði forsetinn einfaldlega „nei“ er hann var spurður í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni hvort samskipti þessara bandamanna væru í kreppu eftir að  Ísraelar kynntu áætlanir sínar um að fjölga íbúðum í gyðingabyggðinni í austurhluta Jerúsalem um 1.600, á sama tíma og Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna var í heimsókn.

Bæði Ísraelar og Palestínumenn yrðu að axla ábyrgð og forðast aðgerðir sem gætu kollvarpað tilraunum Bandaríkjamanna til að endurvekja friðarviðræður sem legið hafa niðri frá því síðla árs 2008, að mati Obama. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert