Evrópusambandið sakar stórveldin innan sambandsins um að hlaupast á brott frá auknum fjárlagahalla ríkisstjórna. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að Þýskaland hefur varað þær þjóðir sem brjóta sífellt gegn evruviðmiðum við að þær verði reknar úr samstarfi hinna 16 ríkja efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU).
Angela Merkel, kanslari Þýskalands lýsti því yfir að í þýska þinginu í dag að regluverk ESB væri ekki nógu öflugt til að taka á þeim vanda sem Grikkland hefði komið evrunni í, en skuldir ríkisins eru fjórfalt hærri en reglur EMU leyfðu .
Því væri síðasta úrræðið að reka úr bandalaginu þau ríki sem ekki stæðu sig. Merkel sagði einnig að engu evruríki yrði að gert það að glíma eitt við núverandi vanda.
Endurskoðendur ESB hafa gagnrýnt það sem þeir kallað alltof bjartsýnar hagvaxtarspár og feluleik með sívaxandi ríkisútgjöld. Bentu þeir á Bretland þar sem óvissa ríkti nú um fjárhagsáætlun stjórnvalda.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sagt að ólíklegt sé að stórveldin Bretland, Frakkland, Ítalía, Spánn og Þýskaland nái að skera niður eins og áætlanir gerðu ráð fyrir og sama gildi um hinar fjórtán ESB þjóðir sem væru með fjármál sín til athugunar hjá sambandinu.