Lögreglan í Noregi ætlar að rannsaka hvernig á því stóð, að bíll af gerðinni Toyota Prius tók stjórnina af ökumanninum og æddi áfram á allt að 176 km hraða á klukkustund. Ökumaðurinn segir að bensínfetillinn hafi fests.
Heti Hoti, 49 ára, sagði í síðustu viku að Prius bíll hans hefði skyndilega ætt áfram á miklum hraða þar sem hann var á hraðbraut nálægt bænum Kristiansand. Hoti reyndi að hringja í lögregluna en ákvað loks að aka utan í vegrið til að stöðva bílinn.
Lögreglan segist ætla að yfirheyra sjónarvotta sem sáu atvikið. Þá muni rannsóknarnefnd umferðarslysa í Noregi gefa út skýrslu um málið.
Hoti sakaði ekki. Þetta er fyrsta tilvikið af þessu tagi, sem vitað er um í Noregi en Toyota hefur innkallað nærri 9 milljónir bíla um allan heim til aað yfirfara bensíngjöf þeirra.