Bush og Clinton til Haítí

Bill Clinton hefur farið nokkrum sinnum til Haítí á undanförnum …
Bill Clinton hefur farið nokkrum sinnum til Haítí á undanförnum vikum til að kynna sér aðstæður eftir jarðskjálftann. Reuters

Þeir Bill Clinton og George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, munu fara til Haítí í næstu viku til að kanna hvernig hjálparstarfið gengur eftir jarðskjálftann þar í janúar.

Bush og Clinton tóku að sér að stýra alþjóðlegri fjáröflun vegna jarðskjálftans og skipuleggja uppbyggingarstarf á Haítí.

Fram kemur í tilkynningu að forsetarnir fyrrverandi muni hitta ríkisstjórn Haítí og aðra þá sem koma að hjálparstarfi í landinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert