Kínverjar með augastað á Íslandi

Kínverjar keyptu nýlega húsið við Skúlagötu 51, sem löngum hefur …
Kínverjar keyptu nýlega húsið við Skúlagötu 51, sem löngum hefur verið kennt við Sjóklæðagerðina og hyggjast flytja sendiráð sitt þangað. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Kínverjar hafa hug á að fjárfesta á Íslandi, að mati Williams Underhill dálkahöfundar Newsweek. Til vitnis um það nefnir hann stækkun sendiráðs Kína í Reykjavík og fjölda fyrirspurna frá Kína um fjárfestingar hér á landi.

Underhill segir að Kínverjar hafi orðið þekktir fyrir erindrekstur sinn, sérstaklega gagnvart þróunarlöndum sem eigi miklar auðlindir. Nú virðist sem stjórnvöld í Peking hafi Evrópu fyrir augum. Nýjasta áhugaefnið í þeim efnum sé Ísland, sem rambi á barmi gjaldþrots. 

Underhill segir að fjárfestingastefna Kínverja endurspegli langtímahugsun. Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Alþjóðlegu friðarrannsóknastofnuninni í Stokkhólmi hafi kínversk stjórnvöld áhuga á nýjum siglingaleiðum um Norður-Íshafið þegar hafísinn bráðnar. Það muni stytta siglingatímann til Norður-Ameríku og Evrópu.

Kínverjar eru nú þegar með rannsóknastöð í Noregi sem rannsakar Norðurheimskautssvæðið.  Einnig áforma þeir að verja 300 milljónum dollara til smíði á nýjum ísbrjóti.

Pistill William Underhill í Newsweek

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert