Utanríkisráðherra Ísraels segir, að yfirlýsing sem Miðausturlandakvartettinn svonefndi sendi frá sér í morgun hafi skaðleg áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Í yfirlýsingu kvartettsins eru Ísraelsmenn hvattir til að hætta uppbyggingu gyðingabyggða á herteknu svæðunum.
„Það er ekki hægt að koma á friði með valdi og með óraunhæfum tímasetningu," sagði Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels í dag. „Yfirlýsingar af þessu tagi draga aðeins úr líkum á að hægt verði að ná samkomulagi."
Í kvartettnum eru Bandaríkjamenn, Rússar, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar. Eftir fund í Moskvu í morgun sendi kvartettinn frá sér yfirlýsing þar sem það markmið er sett fram, að friðarsamkomulag milli Ísraelsmanna og Palestínumanna náist árið 2012.