Breska lögreglan hefur handtekið 27 ára gamlan mann sem grunaður er um að vera valdur að dauða konu frá Danmörku þegar hann hjólaði á hana, en hún var þá að fara yfir gangbraut í London.
Maðurinn var handtekinn grunaður um manndráp af gáleysi. Marian Anderson var að fara yfir gangbraut ásamt dóttur sinni 21. febrúar sl. þegar hjólreiðamaðurinn ók á hana. Hún lést á sjúkrahúsi 1. mars sl. af sárum sínum, en hún varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum.