Hjólaði á danska konu sem lést

Hjólreiðamaðurinn hjólaði á konuna sem lést síðar af sárum sínum.
Hjólreiðamaðurinn hjólaði á konuna sem lést síðar af sárum sínum. ap

Breska lögreglan hefur handtekið 27 ára gamlan mann sem grunaður er um að vera valdur að dauða konu frá Danmörku þegar hann hjólaði á hana, en hún var þá að fara yfir gangbraut í London.

Maðurinn var handtekinn grunaður um manndráp af gáleysi. Marian Anderson var að fara yfir gangbraut ásamt dóttur sinni 21. febrúar sl. þegar hjólreiðamaðurinn ók á hana. Hún lést á sjúkrahúsi 1. mars sl. af sárum sínum, en hún varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum.

Maðurinn stoppaði eftir að hann hjólaði á konuna. Honum hefur verið sleppt úr haldi, en kemur fyrir rétt í maí.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert