Palestínskur piltur skotinn

Ísraelskir hermenn í Nablus.
Ísraelskir hermenn í Nablus. ABED OMAR QUSINI

Palestínskur piltur féll og annar er alvarlega særður eftir að ísraelskir hermenn skutu á þá nærri Nablus á Vesturbakkanum í dag.

Læknir á Nablus sagði að Mohammad Qadus, sem var 16 ára, hefði látist eftir að ísraelskir hermenn skutu hann í brjóstið. Annar piltur, sem er 17 ára, er alvarlega særður eftir að hafa fengið skot í höfuðið.

Ísraelski herinn hefur fullyrt að hann noti eingöngu gúmmíkúlur og táragas þegar hann sé að takast á við ungmenni á Vesturbakkanum. Átök eiga sér stað í hverri viku á staðnum þar sem pilturinn féll, en Palestínumenn saka íbúa í ísraelskri landnemabyggð að stela vatni frá Palestínumönnum.

A.m.k. 11 Palestínumenn særðust í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárásir nálægt flugvellinum á Gaza. Þessar árásir komu í kjölfar þess að maður lést í Ísrael eftir að eldflaug var skotið frá Gaza. Palestínumenn eru mjög reiðir vegna yfirlýsinga Ísraela um að þeir ætli að leyfa byggingu á 1.600 nýjum íbúðum í landnemabyggðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert