Ók yfir stúlku á ströndinni

Sólbað og akstur á ströndinni fara illa saman.
Sólbað og akstur á ströndinni fara illa saman.

Fjögurra ára gömul stúlka sem var að leika sér á ströndinni við Daytona á Florida lést í gær þegar bíl var ekið yfir hana.

Stúlkan, sem var frá Bretlandi, var í frí ásamt fjölskyldu sinni. Lögreglan er að rannsaka atvikið, en enginn hefur verið handtekinn enn sem komið er. Ekki er bannað að aka bílum á Daytona Beach, en ökumenn eru beðnir að fylgjast vel með fólki sem er í sólbaði og með dýralífi. Að sögn lögreglu á Florida er það ekki óþekkt að fólk verði fyrir meiðslum eftir að hafa orðið fyrir bíl á ströndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert