Áfengi í matargerð bannað í Dúbaí

Frá Dúbaí.
Frá Dúbaí. STEVE CRISP

Veitingastaðir í furstadæminu Dúbaí fengu nýverið viðvörun um að bannað sé að afgreiða rétti af matseðli sem innihalda áfengi. Þung viðurlög eru við broti á þessari reglu eða sekt upp á rúmlega eina milljón króna (20.000 dirham).

Reglan hefur í gegnum tíðina iðulega verið brotin, sérstaklega á veitingahúsum hótela í borginni. Þess er þá látið ógetið á matseðli að áfengi hafi verið notað sem hráefni við matargerðina. Að sögn matvælaeftirlitsins í Dúbaí kemur viðvörunin eftir kvartanir viðskiptavina.

Hægt er að fá áfenga drykki á nánast öllum hótelum í Dúbaí en umrædd regla gildir aðeins um matseld. Framkvæmdastjóri veitingastaðar sem sérhæfir sig í japönskum réttum sagði í samtali við fjölmiðla í Dúbaí, að ef tekið yrði hart á banninu muni það hafa slæm áhrif á matarmenningu borgarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert