Andstaða við ESB vex í Noregi

Miðborg Osló. Konungshöllin í bakgrunni.
Miðborg Osló. Konungshöllin í bakgrunni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

And­stæðing­um Evr­ópu­sam­bandsaðild­ar í Nor­egi hef­ur fjölgað um 6,5 pró­sentu­stig sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un sem TV2 grein­ir frá. Þeir eru nú 55,8%. Fylgj­end­um ESB aðild­ar hef­ur fækkað veru­lega. Þeir voru 39,1% í fe­brú­ar en vou 30,6% nú í mars. Óákveðnir voru 13,6% nú.

Hern­ing Olaus­sen, for­ystumaður hreyf­ing­ar and­stæðinga ESB aðild­ar, tel­ur að vax­andi at­vinnu­leysi og efna­hags­vanda­mál í ESB eigi mest­an þátt í auk­inni and­stöðu við aðild.

„Þetta er ekki spurn­ing um hvað við græðum eða græðum ekki á því að Nor­eg­ur verði inn­limaður í ESB,“ sagði Olaus­sen í sam­tali við TV2. „Fólk sér að ESB líður fyr­ir gríðar­mik­inn lýðræðis­halla og að litlu lönd­in verða und­ir. Sam­bandið sem stýrt er af út­völd­um er hrein­lega ekki svarið við vanda­mál­un­um sem venju­legt fólk í Evr­ópu fæst við - at­vinnu, efna­hag og framtíð fyr­ir sig og börn­in sín.“

Olaus­sen tel­ur að fylgj­end­ur ESB aðild­ar verði að líta raun­særri aug­um á málið. Þeir þurfi að leggja ESB draum­inn til hliðar og taka raun­hæf­ari og já­kvæðari af­stöðu til Nor­egs sem sjálf­stæðs lands utan ESB og sjá þá mögu­leika sem það gef­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka