Vodkadrykkja helsta banameinið

Heimilslaus maður í hlýjar sér með vodka í vetrarkuldanum í …
Heimilslaus maður í hlýjar sér með vodka í vetrarkuldanum í Rússlandi. Reuters

Gríðarleg neysla á ódýru sterku áfengi er helsta örsök þess að lífslíkur Rússa eru að meðaltali níu til tíu árum styttri en annarra þjóða. Þetta kemur fram í rannsókn á vegum New Economic School sem kynnt var í Rússlandi í dag.

Þó Rússar drekki að meðaltali minna en aðrir Evrópubúar eða um 15-18 lítra af áfengi á ári, er áfengisneyslan skekkt af því að Rússar drekka mikið magn vodka. Þar liggur því helsti munurinn á neyslumynstri Rússa og Evrópubúa þegar kemur að áfengi segir í niðurstöðunum. 

Með því að drekka sterkt áfengi minnki lífslíkurnar að meðaltali um níu til ár.

Samkvæmt nýjustu fáanlegu opinberum tölum þar í landi frá árinu 2008, geta rússneskir karlar vænst þess að ná 61,8 ára aldri.

Í ljósi niðurstaðna hvöttu sérfræðingar, á blaðamannafundinum þar sem niðurstöður voru kynntar, Rússa til að hækka verð á vodka og reyna þannig að draga úr neyslu þess. Vænlegra væri að beina áfengisneyslu að bjór og léttvíni.

Rússnesk yfirvöld hafa reynt að koma böndum á gríðarlega áfengisneyslu þar í landi, en tilraunir í þá átt hafa hingað til fallið í grýttan jarðveg á meðal íbúa landsins. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert