Görótt kynlífsleikföng

Karen Ellemann, umhverfisráðherra Danmerkur, vill hertar reglur i ESB um …
Karen Ellemann, umhverfisráðherra Danmerkur, vill hertar reglur i ESB um notkun hættulegra efna í kynlífsleikföng. Johannes Jansson/norden.org

Kar­en Ell­emann, um­hverf­is­ráðherra Dan­merk­ur, var­ar við eit­ur­efn­um sem notuð eru í kyn­lífs­leik­föng. Hún vill að Evr­ópu­sam­bandið herði regl­ur um efn­is­val í slík­an tækja­búnað, að sögn norsku frétta­stof­unn­ar ABC Nyheter.

Dönsk heil­brigðis­yf­ir­völd létu árið 2006 rann­saka efna­notk­un í kyn­lífs­leik­föng­um með til­liti til heil­brigðis. Niðurstaðan var sú að í sum­um kyn­lífs­leik­föng­um var mikið af svo­nefnd­um ftalat-efn­um sem notuð eru til að mýkja plast, en þau þykja óheil­næm og trufla horm­ón­a­starf­semi.

Ftalöt eru þannig tal­in hafa áhrif á gæði sæðis karla, valda van­sköp­un á kyn­fær­um svein­barna og flýta kynþroska stúlkna svo þær fara að fá brjóst við átta ára ald­ur.

Danska heil­brigðis­stjórn­in komst að þeirri niður­stöðu að hætt­an á slæm­um áhrif­um á heils­una væri lít­il við „eðli­lega notk­un“ kyn­lífs­leik­fanga. Nú vitn­ar Kar­en Ell­em­an um­hverf­is­ráðherra í nýja könn­un sem bein­ir sjón­um að sam­legðaráhrif­um slíkra efna.

„Þess vegna munu um­hverf­is­yf­ir­völd einnig hafa ftalöt í kyn­lífs­leik­föng­um með í þeirri skýrslu­gerð sem verður grund­völl­ur til­lögu Dana um nýj­ar ESB-regl­ur varðandi notk­un ftalata í ýms­um fram­leiðslu­vör­um,“ sagði Ell­emann.

Til ör­ygg­is hafa dönsk um­hverf­is­yf­ir­völd nú sett leiðbein­ing­ar á heimasíðu sína um notk­un slíkra tækja. M.a. er van­fær­um kon­um og þeim sem hafa börn á brjósti ráðið frá því að nota kyn­lífs­leik­föng. Þá er einnig ráðlagt að sveipa frygðarg­anda gúmmíverj­um við notk­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert