Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, segir að Bandaríkjamenn muni láta lífið verði Khaled Sheikh Mohammed, sem skipulagði árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, líflátinn. Þetta segir bin Laden í upptöku sem Al-Jazeera fréttastöðin lék í dag.
„Hvíta húsið hefur lýst því yfir að það vilji láta taka [Khaled Sheikh Mohammed og aðra sem eru meðsekir] af lífi. Daginn sem Bandaríkin taka slíka ákvörðun, þá verður einnig tekin ákvörðun að þeir ykkar sem lenda í okkar höndum verða teknir af lífi,“ segir bin Laden í upptökunni.
„Vinur ykkar í Hvíta húsinu fylgir enn í fótspor þeirra sem gengu á undan [honum] í mörgum mikilvægum málefnum,“ segir bin Laden og vísar til aukinna átaka í Afganistan. Þá segir hann að liðsmann al-Qaeda, sem Bandaríkin hafi í haldi, sé beittir hörku.
Hann segir að bandarískir stjórnmálamenn hafi „kúgað okkur, og geri það enn, sérstaklega með því að styðja Ísrael, sem hafa hertekið land Palestínumanna“.
Innan fárra vikna mun Bandaríkjastjórn taka ákvörðun um hvort almennur dómstóll eða herréttur eigi að rétta eigi yfir Sheikh Mohammed og fjórum samverkamönnum hans.