Hafmeyjan fer í ferðalag

Hafmeyjunni lyft af stalli sínum við Löngulínu.
Hafmeyjunni lyft af stalli sínum við Löngulínu. Reuters

Mörg hundruð manns fylgd­ust með því þegar Litla haf­meyj­an, sem venju­lega sit­ur svip­laus í flæðar­mál­inu við Löngu­línu í Kaup­manna­höfn, hélt af stað í lang­ferð til Shang­hai í Kína þar sem hún verður full­trúi Dana á heims­sýn­ing­unni.

Viðstadd­ir, dönskuðu, sungu og veifuðu dönsk­um fán­um þegar haf­meyj­unni og stein­in­um henn­ar var lyft á vöru­bíl­spall. „Ég fæ sting í hjartað," sagði Christa Rindom, sem hélt  átta mánaða göml­um syni sín­um, Ludvig. „Ég mun sakna henn­ar þótt hún sé að fara til að skoða heim­inn og vera full­trúi Dana."

Kín­versk­ir og dansk­ir barnakór­ar sungu þegar haf­meyj­an hélt af stað í lang­ferðina. Hún mun dvelja átta mánuði í Kína. Ekki er ljóst hvenær stytt­an held­ur þangað með flugi en hún verður hreinsuð og losuð af stein­un­um sem hún er fest á. 

Ölgerðarmaður­inn Carl Jac­ob­sen gaf Kaup­manna­höfn stytt­una árið 1913. Það var ís­lensk-danski mynd­höggv­ar­inn Ed­vard Erik­sen, sem gerði stytt­una og notaði El­ine eig­in­konu sína sem fyr­ir­sætu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert