Frakkar eru öllu vanir þegar kemur að mótmælum en ekki er laust við að einhverjir hafi lyft augabrúnum þegar vændiskonur þustu út á götur í Parísarborg til þess að mótmæla. Helsta krafa þeirra er að starf þeirra verði viðurkennt opinberlega. Ef það verður gert þá getur það þýtt lífeyrisréttindi fyrir stéttina og önnur réttindi sem opinber starfsheiti njóta.
Einn þeirra sem tóku þátt í mótmælunum í gær sagði við fréttamann Reuters að almenningur vilji ekki sjá vændiskonur og hvað þá eitthvað sem tengist kynlífi á götum úti. En þetta sé ekki af hinu góða þar sem kynlíf er alls staðar enda þurfi allir á kynlífi að halda.