Ísraelskir hervagnar fóru inn á Gazasvæðið í dag eftir að tveir ísraelskir hermenn féllu í átökum við Hamas. Fimm brynvagnar og tvær brynvarðar jarðýtur fóru yfir landamæri Gaza og stefndu til Khan Yunis, að sögn Berlingske Tidende. Í lofti sveimuðu herþyrlur og ómönnuð flugför.
Palestínumenn segja að hermenn á brynvögnunum hafi sært a.m.k. einn palestínumann alvarlegu skotsári.
Politiken segir að ísraelsku brynvagnarnir hafi farið inn í Gaza eftir að tveir ísraelskir hermenn féllu í átökum við Hamas.
Fjórir palestínumenn féllu fyrr í dag í átökum við Ísraelsmenn. Átökin voru þau blóðugustu á Gazasvæðinu frá því innrás Ísraelshers lauk fyrir 14 mánuðum.