Brenndu sænska fánann

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir tjáningafrelsið heilagt.
Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir tjáningafrelsið heilagt. mbl.is/Brynjar Gauti

Hundruð Malasa tóku í gær þátt í mót­mæl­um, þar sem skorað var á sænsk stjórn­völd að grípa til aðgerða gegn þeim fjöl­miðlum sem birtu mynd­ir sænska list­manns­ins Lars Vilks, en mynd­irn­ar sýndu m.a. Múhameð spá­mann sem hund. Mót­mæl­end­urn­ir brenndu sænska fán­ann fyr­ir utan sendi­ráð Svía í Kuala Lump­ur, höfuðborg Malas­íu.

Í frétt á vef Dagens Nyhter (DN) kem­ur fram að auk þess að brenna sænska fán­ann, brenndu mót­mæl­end­urn­ir mynd­ir af lista­mann­in­um. Hrópað var „Lengi lifi íslam“ og „Niður með Svíþjóð,“ en ein­staka mót­mæl­end­ur báru skilti með áletr­un­inni „Lærið af 11. sept­em­ber“.

„Við krefj­umst þess að sænsk stjórn­völd grípi til taf­ar­lausra aðgerða gegn blöðunum og lista­mann­in­um. Það sem þeir gerðu spá­manni okk­ar er óá­sætt­an­legt,“ hef­ur DN eft­ir Sa­bki Yu­sof, eins af skipu­leggj­end­um mót­mæl­anna.

Helena Sång­e­land, sænski sendi­herr­ann í Kuala Lump­ur, sagði í sam­tali við DN í gær mik­il­vægt að sam­ræða eigi sér stað við múslima til að auka skiln­ing beggja aðila á málstað hins. Hins veg­ar harmaði hún meðferð þá sem sænski fán­inn fékk. Auk þess sagði Sång­e­land að tján­ing­ar­frelsi væri skrifað í stjórn­ar­skrá Svíþjóðar, og því komi ekki til greina að stjórn­völd grípi til aðgerða vegna birt­inga mynd­anna.

For­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, Fredrik Rein­feldt, tek­ur í sam­tali við DN í dag und­ir orð sendi­herr­ans. „Við mun­um halda áfram til­raun­um okk­ar til að út­skýra okk­ar sænska sam­fé­lag, þar sem tán­inga­frelsi er stjórn­ar­skrár­varið og ákv­arðanir fjöl­miðla um birt­ing­ar eru óháðar hinu póli­tíska valdi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert