Nautaati mótmælt í Madrid

Þúsundir manna gengu um götur í Madrid í dag og …
Þúsundir manna gengu um götur í Madrid í dag og mótmæltu nautaati. Reuters

Þúsundir mótmælenda gengu um götur Madrid, höfuðborgar Spánar, í dag til að krefjast þess að nautaati verið hætt. Vaxandi umræða er á meðal Spánverja um nautaatið en dýraverndunarsinnar telja það flokkast undir dýraníð. 

Um fimmtíu hópar dýraverndunarsinna og andstæðinga nautaats stóðu fyrir mótmælagöngunni. Með henni voru mótmælendur að bregðast við áformum spænsku ríkisstjórnarinnar um að yfirlýsa því að nautaat sé þjóðleg menningararfleifð. Það myndi veita nautaatinu lagalega vernd að hluta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert