Flestöll ríki í Evrópu og ef Ísland er undanskilið, breyttu yfir í sumartíma í nótt og flýttu klukkunni um eina stund. Þetta þýðir að klukkustund munar á tímanum hér á landi og á Bretlandseyjum, tveimur stundum á Íslandi og í flestum öðrum Vestur-Evrópuríkjum og þremur stundum á Íslandi og Finnlandi og fleiri ríkjum austar í álfunni.
Í Rússlandi notuðu stjórnvöld tækifærið og fækkuðu tímabeltum úr 11 í 9. Er það liðir í áætlun Dmitrí Medvedevs, forseta, að auka efnahagssamvinnu rússnesku héraðanna.
Kamtsjatka og Tsjukotka, sem eru aukast í Rússlandi, voru áður 9 stundum á undan Moskvu en verða nú 8 stundum á undan, eða í sama tímabelti og Magadan. Í Evrópuhluta Rússlands voru héröðin Samara og Udmurtia, sem voru áður klukkustund á undan Moskvu, færð yfir á Moskvutíma.
Vladímír Pútín, forseti undirritaði tilskipun um þetta fyrr í þessu mánuði en hugmyndin er ættuð frá Medvedev. Hann segir að þetta muni koma íbúum í útjaðri Rússlands vel en gagnrýnendur segja að hugmyndin sé kjánaleg og sýni að forsetinn sé ófær um að koma á raunhæfum endurbótum.