Tilræðismenn verða eltir uppi

Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, hét því í dag að elta uppi og tortíma þeim sem stóðu að sjálfsmorðssprengjuárásinni í Moskvu í dag sem varð að minnsta kosti 38 að aldurtila. Medvedev lét þessi orð falla þegar hann lagði blómsveig á einum árásarstaðanna.

„Ég efast alls ekki um að við munum finna og afmá þá alla,“ sagði Medvedev um leið og hann lagði búnt af rauðum rósum á brautarpallinn á Lubjanka neðanjarðarlestastöðinni. Þar féllu 24 í sjálfsmorðssprengjuárás konu.

Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, lagði blóm til minningar um fórnarlömb …
Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, lagði blóm til minningar um fórnarlömb tveggja sprengjuárása í Moskvu í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert