Andlitsmynd af Jesú Kristi?

History Channel sýnir heimildamynd um endurgerð andlitsmyndar af manni sem …
History Channel sýnir heimildamynd um endurgerð andlitsmyndar af manni sem sumir telja að hafi verið Jesús Kristur. History Channel

Tölvulista­menn telja sig hafa end­ur­skapað and­lits­mynd af Jesú Kristi með hjálp sta­f­rænn­ar tækni. Þrívíð eft­ir­mynd­in er gerð eft­ir lík­klæðinu frá Tór­ínó, sem marg­ir telja að hafi verið lík­klæði Jesú. Banda­ríska sjón­varps­stöðin History Chann­el frum­sýn­ir heim­ilda­mynd­ina „Hið raun­veru­lega and­lit Jesú?“ í kvöld.

Á lík­klæðinu er að finna leif­ar af blóðdrop­um og einnig daufa eft­ir­mynd manns­lík­ama. Nú­tíma tækni var notuð til að end­ur­gera mynd af lík­am­an­um sem vaf­inn var í klæðið. Marg­ir trúa því að það hafi verið lík­klæði Jesú Krists. 

Sjón­varps­stöðin History Chann­el leitaði til lista­manns­ins Ray Down­ing í Studio Mac­beth. Hann notaði ljós­mynd­ir og sta­f­ræna mynd­gerð til að skapa mynd af Abra­ham Lincoln for­seta árið 2009. 

Í heim­ild­ar­mynd­inni sem frum­sýnd verður í kvöld verður fjallað um sögu lík­klæðis­ins og jafn­framt um vinnu Down­ings við að end­ur­skapa mynd þess sem klæðið huldi en hún tók marga mánuði. 

Lík­klæðið verður til sýn­is í Dóm­kirkju hl. Jó­hann­es­ar skír­ara í Tór­ínó nú um pásk­ana en tíu ár eru síðan lík­klæðið var síðast til sýn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert