Andlitsmynd af Jesú Kristi?

History Channel sýnir heimildamynd um endurgerð andlitsmyndar af manni sem …
History Channel sýnir heimildamynd um endurgerð andlitsmyndar af manni sem sumir telja að hafi verið Jesús Kristur. History Channel

Tölvulistamenn telja sig hafa endurskapað andlitsmynd af Jesú Kristi með hjálp stafrænnar tækni. Þrívíð eftirmyndin er gerð eftir líkklæðinu frá Tórínó, sem margir telja að hafi verið líkklæði Jesú. Bandaríska sjónvarpsstöðin History Channel frumsýnir heimildamyndina „Hið raunverulega andlit Jesú?“ í kvöld.

Á líkklæðinu er að finna leifar af blóðdropum og einnig daufa eftirmynd mannslíkama. Nútíma tækni var notuð til að endurgera mynd af líkamanum sem vafinn var í klæðið. Margir trúa því að það hafi verið líkklæði Jesú Krists. 

Sjónvarpsstöðin History Channel leitaði til listamannsins Ray Downing í Studio Macbeth. Hann notaði ljósmyndir og stafræna myndgerð til að skapa mynd af Abraham Lincoln forseta árið 2009. 

Í heimildarmyndinni sem frumsýnd verður í kvöld verður fjallað um sögu líkklæðisins og jafnframt um vinnu Downings við að endurskapa mynd þess sem klæðið huldi en hún tók marga mánuði. 

Líkklæðið verður til sýnis í Dómkirkju hl. Jóhannesar skírara í Tórínó nú um páskana en tíu ár eru síðan líkklæðið var síðast til sýnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka