Dæmd til dauða fyrir að myrða 57

Dóm­stóll í Kúveit dæmdi í morg­un konu til dauða fyr­ir að kveikja eld í brúðkaupi eig­in­manns síns þegar hann kvænt­ist ann­arri konu. 57 kon­ur og börn létu lífið í eld­in­um. 

Kon­an heit­ir Nasra Yuss­ef Mohammed al-Enezi og er 23 ára. Dómn­um verður áfrýjað til æðri dóm­stóls.

Enzei neitaði sök en talið var sannað að hún hefði kveikt í veislutjaldi 15. ág­úst í fyrra þar sem kon­ur og börn voru sam­an kom­in. Tjaldið var strax eitt eld­haf og marg­ir tróðust und­ir þegar mann­fjöld­inn reyndi að forða sér.

Fyrst var talið að Enzei væri fyrr­ver­andi eig­in­kona brúðgum­ans en í ljós kom síðan að þau voru enn gift. Fjöl­kvæni er leyft í Kúveit. Þau eiga sam­an tvö börn sem bæði eru þroska­heft.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert