Dæmd til dauða fyrir að myrða 57

Dómstóll í Kúveit dæmdi í morgun konu til dauða fyrir að kveikja eld í brúðkaupi eiginmanns síns þegar hann kvæntist annarri konu. 57 konur og börn létu lífið í eldinum. 

Konan heitir Nasra Yussef Mohammed al-Enezi og er 23 ára. Dómnum verður áfrýjað til æðri dómstóls.

Enzei neitaði sök en talið var sannað að hún hefði kveikt í veislutjaldi 15. ágúst í fyrra þar sem konur og börn voru saman komin. Tjaldið var strax eitt eldhaf og margir tróðust undir þegar mannfjöldinn reyndi að forða sér.

Fyrst var talið að Enzei væri fyrrverandi eiginkona brúðgumans en í ljós kom síðan að þau voru enn gift. Fjölkvæni er leyft í Kúveit. Þau eiga saman tvö börn sem bæði eru þroskaheft.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert