Öflugur skjálfti við Búrma

Öflug­ur jarðskjálfti að stærð 6,4 stig varð í Andaman hafi við Búrma klukk­an 16.54 að ís­lensk­um tíma í dag, að því er banda­ríska jarðvís­inda­stofn­un­in USGS greindi frá. Ekki var bú­ist við skaðlegri flóðbylgju í kjöl­far skjálft­ans.

USGS staðsetti upp­tök jarðskjálft­ans á 45,4 km dýpi og um 217 km norður af eynni Port Bla­ir í Andaman hafi. Upp­tök skjálft­ans eru einnig um 406 km suðvest­ur af Pat­hein og um 500 km suðvest­ur af Yangon í Búrma. 

Flóðbylgju­viðvör­un­ar­miðstöð Kyrra­hafs­ins gaf út til­kynn­ingu þess efn­is að ekki væri tal­in hætta á að jarðskjálft­inn ylli skaðlegri flóðbylgju.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka