Öflugur skjálfti við Búrma

Öflugur jarðskjálfti að stærð 6,4 stig varð í Andaman hafi við Búrma klukkan 16.54 að íslenskum tíma í dag, að því er bandaríska jarðvísindastofnunin USGS greindi frá. Ekki var búist við skaðlegri flóðbylgju í kjölfar skjálftans.

USGS staðsetti upptök jarðskjálftans á 45,4 km dýpi og um 217 km norður af eynni Port Blair í Andaman hafi. Upptök skjálftans eru einnig um 406 km suðvestur af Pathein og um 500 km suðvestur af Yangon í Búrma. 

Flóðbylgjuviðvörunarmiðstöð Kyrrahafsins gaf út tilkynningu þess efnis að ekki væri talin hætta á að jarðskjálftinn ylli skaðlegri flóðbylgju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert